Þú þarft að fara inn á forsíðuna smella þar á 'Gleymdir þú notandanafni eða lykilorð'. Þar slærð þú inn viðeigandi upplýsingar. Í framhaldi er nýtt lykilorð sent í heimabanka reikningshafa.
Inn á Þjónustuvefnum getur þú valið 'Breyta lykilorði' undir flipanum "Stillingar". Þarna getur þú breytt því leyniorði sem er í gildi fyrir viðkomandi notanda.
Leyniorð er notað til að gæta enn meira öryggis fyrir viðskiptareikninginn þinn. Þeir aðilar sem hafa úttektarheimild á reikningnum verða einnig að þekkja leyniorð hans. Þessu leyniorði getur þú breytt að vild.
Með því að fara undir 'Úttektaraðilar' getur þú bæði bætt við nýjum úttektaraðilum og eytt út gömlum. Þessi skráning verður virk um leið þannig að nýir úttektaraðilar verða strax virkir í kerfinu.
Þetta er tala sem er reiknuð út miðað við það tímabil sem þú hefur valið. Sem dæmi, ef þú velur að skoða einn ákveðinn mánuð eða tímabil þar sem þú hefur valið dagsetningu frá og til, þá reiknast þessi tala sjálfkrafa.
Í stuttu máli:
Sú upphæð sem keypt hefur verið fyrir á því tímabili sem valið hefur verið.
Úttektaraðilar hafa leyfi til að versla út á reikninginn. Þetta er mikið öryggisatriði, því þeir sem eru skráðir úttektaraðilar eru þeir einu sem hafa leyfi til að taka út vörur. Ef engir úttektaraðilar eru skráðir má segja að hver sem er geti tekið út vörur á reikninginn þinn.
Þeir sem eru skráðir viðskiptavinir Húsasmiðjunnar hafa aðgang að vefnum. Forsvarsmaður fyrirtækis eða einstaklingur sem er skráður viðskiptavinur þarf að fara inn á innskráningarsíðu og velja þar Nýr notandi. Umsókn um aðgang er send til Húsasmiðjunnar í gegnum vefinn þar sem hún er meðhöndluð. Í framhaldi af því er notandanafn og lykilorð sent í heimabank til viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings.
Aðeins þeir sem eru með skráða viðskiptareikninga í Húsasmiðjunni geta skráð sig. Sjá nánar um viðskiptareikninga hér
Notandanafn og lykilorð er sent í heimabanka viðkomandi viðskiptamanns/reikningshafa.
Þú getur skoðað alla reikninga sem skráðir eru undir þinni kennitölu eða fyrirtækisins. Fyrir einstaklinga er þetta oftast bara einn reikningur en fyrirtæki eru oft með fleiri en einn reikning.
Þú byrjar á því að mæta í eitt af útibúum okkar eða á skrifstofu Viðskiptareikninga, Holtagörðum við Holtaveg. Þar fyllir þú út umsókn um reikningsviðskipti og ábyrgðaryfirlýsingu.
Skilyrði fyrir því að reikningsumsókn sé samþykkt er að viðkomandi eða ábyrgðarmaður sé fasteignareigandi og ekki á skrá hjá Lánstraust.is.
Fyrirtæki þurfa að koma með ábyrgðarmann sem er fasteignareigandi og ekki á skrá hjá Lánstraust.is.
Við hærri fjárhæðir eða fjármögnun fram að húsbréfum förum við fram á annars konar tryggingar. Viðskiptareikningar veita upplýsingar um það. Hafið endilega samband í síma 525-3005 eða sendið póst á innheimta@husa.is.
Um leið og þú skráir þig inn á vefinn getur þú valið þann reikning sem þú vilt skoða. Þar ættir þú að hafa aðgang að öllum reikningum sem eru tengdir þinni kennitölu eða kennitölu fyrirtækis.
Hafðu samband í þjónustusímann 525-3005 eða komdu til okkur og óskaðu eftir því við okkur að breyta þessu. Einnig getur þú sent beiðni þína á vidskiptareikningar@husa.is.