Lífgaðu upp á húsgögnin á einfaldan hátt

Þegar málað er með lakki er nauðsynlegt að hreinsa fitu og óhreinindi af húsgagninu og pússa létt yfir það með sandpappír. Þá notum við Jotun grunn og málum yfir alla fleti. Því næst er hægt að spartla og gera við skemmdir í húsgagninu (t.d. með spartli fyrir tré frá Jotun).

Að því loknu notum við fínan sandpappír og pússum létt yfir allt til að slétta og gera klárt fyrir lökkun. Þá er hægt að lakka húsgagnið í þeim lit sem við viljum. Við mælum sérstaklega með Jotun Lady lökkunum og Jotun Supreme finish, sem er sérstaklega hannað fyrir húsgögn og innréttingar og gefur sérstaklega fallega áferð.

Að mála stól, skref fyrir skref — kennslumyndbönd

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd frá Jotun þar sem sýnt er nákvæmlega hvernig best er að bera sig að við að mála stól og kommóðu. 

 

Svona málar þú með málningarspreyi — kennslumyndband

Húsasmiðjan mælir með að nota Painter's Touch málningarspreyin sem eru sérhönnuð fyrir húsgögn, lampa, hillur, ramma, kertastjaka o.fl. Þessi sprey eru frá Rust Oleum sem er einn virtasti málningarframleiðandi í heimi og þekktur fyrir hágæðavörur sem auðveldar eru í notkun og gefa einstaklega fallega áferð. 

Tvær algengustu aðferðirnar

Þegar mála skal húsgögn má velja um tvær aðferðir. Hægt er að mála með lakki, sem er algengast, eða nota málningarsprey.

Við mælum með

  • Jotun Supreme Finish lakki fyrir húsgögn
  • Painters Touch málningarspreyi fyrir húsgögn
  • Fáið leiðbeiningar í næstu Húsasmiðjuverslun