FROST seríur fyrir íslenskt veðurfar

FROST LED seríurnar fást eingöngu í Húsasmiðjunni og Blómavali. Útiseríurnar þola íslenskt veðurfar vel og hafa reynst einstaklega vel hérlendis. Húsasmiðjan og Blómaval leggja áherslu á að bjóða góðar seríur á lægra verði og breitt vöruúrval sem hentar íslenskum aðstæðum.

Fyrir þakkantinn og svalirnar

Seríur fyrir þakkantinn og svalirnar þola íslenskt veðurfar. Hægt er að tengja saman allt að 40 seríur, 800 ljós á einni innstungu. Seríurnar eru með stærri perum og gefa fallega lýsingu. Seríurnar eru fáanlegar bæði með sléttum og rásuðum perum sem gefa ögn mismunandi birtu upplifun. Báðar tegundir eru mjög vinsælar.

Gæða seríur, minni sóun, betra fyrir umhverfið

Samtengjanlegu FROST seríurnar eru sérvaldar og þróaðar fyrir íslenskt veðurfar. Þær endast því mun lengur. Við höfum boðið upp á FROST seríur í 10 ár hér á landi og engar seríur sem við höfum selt jafnast á við þær í gæðum. Gæðaseríur endast lengur, minnka þannig sóun og eru því betri fyrir umhverfið

2000 ljós á einni kló

Öflugar seríur sem þola vel íslenskt veðurfar. Alls má tengja 20 seríur saman eða 2000 ljós á sömu innstungu. Seríurnar henta vel t.d. til að vefja tré, á þakkant, svalir og margt fleira. Hágæða seríur sem duga ár eftir ár. Margir litir og gerðir í boði. 

Herpihólkurinn tryggir enn lengri endingu í íslensku veðri

Við mælum með að bræða herpihólkinn yfir samtenginguna sem fylgir seríunum frá FROST. Það er hinsvegar ekki nauðsynlegt en tryggir enn lengri og betri vörn gegn raka og vatni. 
Þegar tvær seríur eru tengdar saman skal bræða herpihólkinn sem fylgir með yfir samskeytin svo að serían sé enn betur vatnsþétt.