Jafnlaunastefna Húsasmiðjunnar

Húsasmiðjan leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Húsasmiðjan tryggir jöfn tækifæri til starfsþróunar og fræðslu.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Húsasmiðjunnar og er órjúfanlegur hluti af launastefnu þess. Framkvæmdastjórn Húsasmiðjunnar ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu, innleiðingu, skjalfestingu og viðhaldi í samræmi við Jafnlaunastaðal ÍST85:2012. Framkvæmdastjórn skuldbindur sig til að viðhalda stöðugum umbótum og gera áætlun um reglulegt eftirlit með virkni jafnlaunakerfisins og bregðast við þegar það á við.

Tryggt er að jafnlaunakerfið sé í samræmi við lagalegar kröfur nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnlaunastefnan er kynnt starfsmönnum og gerð aðgengileg almenningi á heimasíðu Húsasmiðjunnar.

Samþykkt af framkvæmdastjórn í desember 2021