Hvað er harðparket?

Harðparket hefur undanfarin ár notið sífellt meiri vinsælda. Harðgerðari, vandaðri gerðir þola mun meiri ágang og eru mun slitþolnari en hefðbundið parket sem skýrir að hluta til vinsældir þeirra. Harðparket þykur góður kostur fyrir verslanir og skrifstofur þar sem það þolir álag vel. Áður fyrr var harðparket kallað plastparket, sem í raun er ekki réttnefni. Að auki á gamla plastparketið (sem reyndar fæst enn og er yfirleitt  6 mm á þykkt eða minna og mjög ódýrt) lítið skylt með útliti eða gæðum harðparkets í dag.

Harðparket er að verða fyrsta val inn á heimilin sökum þess hversu fallegt það er og ótrúlega eðlileg. Fæstir sjá muninn á hefðbundnu viðarparketi og harðparketi í dag ef um er að ræða gæðaframleiðendur. Hins vegar er talsverður verðmunur. Harðparketið er mun ódýrara, endist vel og hefur ótrúlega eðlilegt útlit.

Viðarparket

Til eru tvær gerðir af viðarparketi; spónlagt og gegnheilt. Fljótandi spónlagt viðarparket er sú tegund af parketi sem er algengust á markaðnum í dag. Þetta er í flestum tilfellum 14 mm, þriggja laga, krosslímt efni þar sem efsta lagið er í kringum 4 mm. Spónlagt parket er hægt að slípa upp þegar það fer að láta á sjá. Slípa má parketið allt að þrisvar sinnum og síðan má lakka yfir.

Gegnheilt parket er mun óalgengara í dag en það er fáanlegt í ýmsum viðartegundum. Gegnheilt viðarparket þykir dýr kostur en sumir kjósa það þó fram yfir spónlagt parket og harðparket enda er áferð og umgengni á slíku gólfefni einstök upplifun.

Hér má sjá myndbönd af því hve auðvelt er að leggja parketið frá Kaindl og Tarkett. Þetta er ekkert mál!

Við bjóðum upp á gæðaparket frá þekktum framleiðendum

  • Kaindl
  • Eurohome
  • Tarkett
  • Alsapan
  • Barlinek

Sjáðu allt úrvalið á einum stað

Þú finnur allt parketúrval Húsasmiðjunnar í Skútuvogi þar sem stærsta gólfefnadeild okkar er. Þú getur einnig séð fjölda tegunda hér á vefnum. 

Skoðaðu parketið í vefverslun hér