Allt frá grunni að góðu heimili síðan 1956

Leiðandi í sölu á byggingavörum um land allt

Húsasmiðjan er markaðssinnað verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði miðlunar, sölu og dreifingar vöru og þjónustu. 

Húsasmiðjan býður upp á breitt vöruúrval á samkeppnishæfu verði um allt land og rekur 14 verslanir undir merkjum Húsasmiðjunnar. Auk þess eru starfræktar 7 verslanir Blómavals, Ískraft og eru þessar verslanir samtals 30 á landsvísu.

Vissir þú að Húsasmiðjan...

  • var stofnuð árið 1956
  • rekur 14 Húsasmiðjuverslanir um land allt
  • rekur 7 Blómavalsverslanir um land allt
  • hefur verið hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA síðan 2012

Öflug liðsheild starfsmanna

Húsasmiðjan leggur áherslu á að nýta til hins ítrasta hæfni, frumkvæði og þekkingu samhents hóps rúmlega 450 starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. 

Leiðarljós og markmið okkar er...

Við erum leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð í sátt við umhverfi og samfélag.

Húsasmiðjan er hluti af BYGMA

Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa samtals um 2.100 manns í meira en 100 verslunum. BYGMA er danskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi byggingavörukeðjum í Danmörku. 

Gildin okkar eru...

  • Þjónusta
  • Áreiðanleiki
  • Þekking