MAJA BEN VELUR LADY LITI ÁRSINS 2024

Árið 2023 er árið sem ég myndi segja að litatíska heimilanna hafi farið úr köldu yfir í hlýtt og það heldur svo sannarlega áfram 2024.

Einnig er áhugavert að sjá hvernig tískulitir í fatnaði haldast í hendur við umhverfið okkar. Hlýr, ljós, bjartur, mildur, notalegur, kósý eru orðin sem best lýsa þessum tónum.

Litatónn ársins 2024 er drapplitaður/beige/brúntóna litir.

 

Vinsælasta og mest selda málningin í skandinavíu

 

WONDERWALL málningin frá LADY er vinsælasta og mest selda málningin í skandinavíu. Málningin var valin "Best i Test" gæðaprófinu í Noregi.

Málningin er umhverfisvottuð með svansmerkinu og hentar því í öll umhverfisvæn verkefni.

Umbúðirnar eru úr 60% endurunnu plasti.

 

• Silkimött áferð
• Auðvelt að rúlla og þornar fljótt
• Lady ábyrgist tvær umferðir í öllum Lady litum.
• Umhverfisvæn, Svansvottuð.
• Umbúðir umhverfisvænar, 60% endurunnið plast.
• Aðeins tveimur klst á milli umferða.
• Einstök litaupplifun.
• Ýrist mjög lítið / skvettist ekki úr rúllu.
• Hágæða og endingargóð gæði frá Jotun síðan 1926