Afhverju er mikilvægt að hreinsa rennur?

Mikilvægasti þátturinn í viðhaldi á þakrennum er að hreinsa óhreinindi og rusl úr þeim. Rusl sem sest í þakrennur veldur því að vatnið á ekki lengur greiða leið úr rennunum, myndar polla og veldur tæringu og ryðmyndun. Þess vegna er mikilvægt að hreinsa rennurnar vandlega á vorin og haustin og skoða vel hvort einhver tæring eða ryðmyndun er til staðar.

Ef svo er þarf að bursta ryðið vel og grunna síðan með ryðvarnargrunni áður en málað er yfir með heppilegri málningu. Ef tæringin er orðin svo mikil að gat er komið í gegn þarf mögulega að skipta um rennur. Ef skemmdin er aðeins á litlu svæði er hægt að fá sérstaka límborða í Húsasmiðjunni sem límdir eru yfir skemmdina í rennunni og síðan málað vandlega yfir.

Borðinn er skorinn í rétta stærð og lagður með hitabyssu. Skoða þarf vel allar rennufestingar, hvort þær séu farnar að tærast og ef svo er þarf að bursta þær upp, grunna og mála síðan yfir.

Úrval af vörum til að viðhalda góðum þakrennum

Hvert er hlutverk þakrenna?

Góðar þakrennur sem eru í lagi veita ekki aðeins vatni sem fellur á þökin í niðurföll. Þær vernda einnig útveggi hússins fyrir því vatni sem ella myndi streyma af þakinu í votviðri. Þakrennur eru oft blikkrennur sem tærast og ryðga með tímanum sé þeim ekki haldið við.

Á síðari árum hefur hins vegar færst mjög í vöxt að nota þakrennur úr plastefnum sem ekki kalla á jafn mikið viðhald, eða blikkrennur sem eru plasthúðaðar eða með innbrenndum lit sem endast betur en hefðbundnar blikkrennur.

Plastrennur hafa góða endingu

Plastmo eru danskar þakrennur úr plasti, mjög harðar og sterkar, enda límdar á samskeytum. Þær eru til í gráu og hvítu en hægt er að sérpanta svartar og brúnar.

PVC þakrennur eru sterkar og stöðugar

Isola eru norskar, kantaðar PVC rennur. Þær eru til í hvítu og svörtu og henta öllum byggingum. Samsetning er einföld. Kraginn á rennunum er tvöfaldur, sem gefur meiri styrk og stöðugleika.