Ef þú vilt hætta við kaup sem þú hefur gert í vefverslun:
Hafðu samband við vefverslun eins fljótt og mögulegt er (helst samdægurs) í síma 525-3200 alla virka daga kl 10-16 eða sendu póst á vefverslun@husa.is og við höfum samband.
Ef vara er þegar farin af stað til viðskiptavinar þá gildir það sama og þegar vöru er skilað sem keypt hefur verið í vefverslun. (Sjá nánar hér að ofan)
Ef þú vilt skila vöru sem keypt var í vefverslun:
- Hafa samband við vefverslun alla virka daga kl 10-16 eða senda tölvupóst á vefverslun@husa.is og við höfum samband.
- Hægt er að skila vöru í vefverslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi alla virka daga kl 10-16 eða senda okkur vöruna ásamt útprentun á kvittun með Póstinum.
Mikilvægt er að hafa samband við Vefverslun í síma 525 3200 áður en vöru er skilað.
Vinsamlegast merkið þá pakkann á eftirfarandi hátt ef hann er sendur í pósti:
Húsasmiðjan
b/t Vefverslun
Skútuvogi 16
104 Reykjavík - Þegar vara hefur borist vefverslun er vara endurgreidd.
Almennar skilareglur Húsasmiðjunnar
Vörum er almennt hægt að skila gegn framvísun reiknings fyrir kaupum á vörunni sé varan ónotuð og í söluhæfu ástandi bæði hvað varðar innihald og umbúðir. Skila ber vöru innan 14 daga frá kaupum.
- Framvísa skal nótu/kassakvittun þegar vöru er skilað.
- Vara skal vera í söluhæfu ástandi.
- Vara skal tekin inn á sama verði og hún var keypt á.
- Við vöruskil er mögulegt að:
- Fá aðra vöru í skiptum.
- Bakfæra upphæð inn á viðskiptareikning.
- Bakfæra upphæð inn á kreditkort viðkomandi hafi varan verið greidd með því korti.
- Bakfæra upphæð inn á debetkort viðkomandi ef vöruskil eru samdægurs og verslað var og greitt var með viðkomandi debetkorti.
- Vörur eru ekki endurgreiddar með peningum.