Vörur til notkunar í Svansvottaðar framkvæmdir
Hér má finna vörur sem eru annað hvort Svansvottaðar eða leyfilegar í Svansvottuð verkefni. Mikilvægt er að gera greinarmun á Svansvottuðum vörum annars vegar og hins vegar vörum sem leyfilegt er að nota í Svansvottuð verkefni. Mikilvægt er að benda á að Svansvottaðar vörur hafa farið í gegnum strangt vottunarferli Svansins, en vörur leyfilegar í Svansvottuð hús hafa ekki farið í gegnum sama ferli.
Við merkjum vörur í vefverslun með tvennum hætti til að auðvelda okkar viðskiptavinum að velja réttar vörur í viðkomandi verkefni. Hér að neðan má sjá þær merkingar sem við notum og skilgreiningar á þeim.
Svanurinn
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Í dag fást vörutegundir merktar Svaninum í um 70 mismunandi vöruflokkum, s.s. hreinsiefni, húsgögn, byggingavörur, rafhlöður og pappír en einnig er hægt að Svansmerkja starfsemi fyrirtækja, s.s. prentþjónustu, hótel og stórmarkaði.
Húsasmiðjan býður uppá mikið úrval af Svansvottuðum vörum og leggur sig fram við að auka úrval á þeim markvist til að mæta þörfum neytenda um umhverfisvænni lausnir.
Leyfilegt í Svansvottað hús
Þetta merki er eitt af Grænu merkjunum okkar og þýðir að vara er leyfð í Svansvottuð hús þó svo hún sé ekki með Svansvottun á bak við sig.
1. Upplýsingum um vöru var skilað inn til Svansins í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) og er samþykkt til notkunar í verkefnum sem vinna eftir þeim viðmiðum. Varan er ekki Svansvottuð
2. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi
við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).