Kambstál / Steypustyrktarstál
Húsasmiðjan hefur verið leiðandi a innflutningi á kambstáli, einnig þekkt sem steypustyrktarstál til húsbygginga á Íslandi. Kambstál er notað í stálvirki til styrkingar í steypt mannvirki.
Ráðgjafar Húsasmiðjunnar hafa þjónustað byggingariðnaðinn með kambstál í áratugi og mikil reynsla býr að baki innkaupum og þjónustu.
Húsasmiðjan býður eingöngu upp á hágæðastál í gæðunum, B500NC, í samræmi við íslenska byggingareglugerð.
Nánari upplýsingar og tilboð í verk veita ráðgjafar og sölumenn okkar um land allt í síma 525-3000.
Stærðir og gerðir
Kambstál fæst í 10. 12, 16, 20, 25 og 32 mm þykktum.
Fáanlegt í 12 metra lengdum í öllum þykktum en einnig bjóðum við upp á 6 metra lengdir í 8, 10 og 12 mm þykktum.
Þyngd og stærðir í einu búnti m.v. 12 metra stangir.
Hvert búnt er u.þ.b. 1 tonn að þyngd:
- 10 mm / 7,4 kg
- 12 mm / 10,6 kg
- 16 mm / 19 kg
- 20 mm / 29,6 kg
- 25 mm / 46,2 kg
- 32 mm / 75,8 kg
Húsasmiðjan selur steypustál sem hefur EPD umhverfisyfirlýsingu.
EPD eða Umhverfisyfirlýsing vöru staðfestir upplýsingar um umhverfisáhrif yfir vistferil (líftíma) vörunnar.
Yfirlýsingin er staðfest af þriðja aðila sem gerir óháða úttekt á greiningunni.