Manta North hús

Manta North var stofnað árið 2018 af nokkrum reyndum aðilum í timburiðnaði. Markmiðið var að þróa sjálfbærar, umhverfisvænar og hagkvæmar byggingar, sem uppfylltu kröfur nútímafólks um einfaldleika.

Aðalefnin sem notuð eru við byggingu þessa húss eru hágæða krossviður, vönduð einangrunarefni, og Firestone þakdúkur. Húsin henta vel sem íbúðarhúsnæði eða frístundahús, óháð loftslagi. Öllum samskeytum er vandlega lokað til að hindra kaldan dragsúg.

Loftræstikerfið sér um hæfileg loftskipti innandyra. Markmiðið er að bjóða vel hönnuð og nútímaleg hús, með miklu notagildi. 

Manta North húsin eru... 

Afar orkusparandi. Húsin okkar eru gerð úr krossviði. Veggirnir hafa mikinn styrk og eru vel einangraðir. Þeir uppfylla alla gildandi staðla um orkusparnað. 

Umhverfisvæn. Eingöngu eru notuð sjálfbær og umhverfisvæn byggingarefni, sem gerir húsnæðið notalegt og heilsusamlegt. 

Uppfylla sérþarfir. Val er um útfærslu grunnmyndar, eldhúss, gólfefna, litar á útveggjaklæðningu og fl. 

Hagnýt og nýstárleg. Manta North býður upp á nútímalegar byggingar, búnar snjöllum umhvefisvænum lausnum, sem einfalda líf íbúanna. 

Manta North húsin eru seld víða um lönd. 

Hönnun húsana

Krossviður (CLT - Cross Laminated Timber) er aðalbyggingarefni okkar. Hann er sjálfbært og sterkt byggingarefni, sem einnig uppfyllir kröfur okkar um góða hönnun. Innandyra í Manta North húsum má sjá krossviðarplötur, meðhöndlaðar með ljósri olíu. Þær viðhalda viðaráferð og -útliti, en gera rýmið bjart og nútímalegt.

Útveggjaklæðning er gerð úr endingargóðu, hitameðhöndluðu timbri, með mjög gott rakaþol. Húsin henta vel sem íbúðarhúsnæði eða frístundahús, óháð loftslagi.

Manta North hús eru forsmíðuð og fullfrágengin í verksmiðju okkar, fyrir afhendingu til kaupanda. Á byggingarstað fer einungis fram samsetning, og því verða umhverfisáhrif í lágmarki. Húsin eru tilbúin til notkunar strax og samsetningarvinnu lýkur. innandyra. 

 

Útveggir

 • Krossviðarplötur - 80mm, pússaðar og olíubornar, nútímalegt yfirbragð
 • Einangrun - 120 mm þykk
 • Vatns- og vindþéttir
 • Loftræstiop
 • Hitameðhöndlaður viður, rakavarinn með olíu

Innveggir

 • Krossviðarplötur - 60 mm, pússaðar og meðhöndlaðar með ljósri olíu. Gefa sjálfbæru efni nútímalegt útlit.

Þak

 • Krossviðarplötur (CLT) - 120 mm, pússaðar og meðhöndlaðar með ljósri olíu. 
 • Rakasperra
 • 150 mm einangrun
 • Firestone þakdúkur

Gluggar

 • Álgluggar með þreföldu gleri. Gefa mikinn orkusparnað.

Gólf

 • Flísar eða parket eru fáanleg sem aukabúnaður, sé þess óskað
 • Gólfhiti
 • Afar góð einangrun
 • Rakasperra
 • Verndardúkur (gegn meindýrum og sem almenn vörn)

Lýsing

 • Snjalllýsingu (LED) er komið fyrir í útskornum rásum í krossviðnum, í stofu, svefnherbergi og salerni. Öll hús eru útbúin snjallrofum, sem stýra má með appi.

Eldhús

 • Sérhannað eldhús, þar sem valin hafa verið gæðaefni í alla snertifleti og tæki. Frábært vinnuumhverfi. Borðplata úr kvarsi. Sérhannaður vaskur og blöndunartæki.
 • Venjuleg eldhústæki eru innifalin í tilboði – Helluborð með 2 hellum, ofn, vifta og lítil kæliskápur.

Baðherbergi

 • Salerni og sturta fullgrágengin og tilbúin til notkunar, sérhannaður vaskur, blöndunartæki og lýsing.

Staðalbúnaður

 • Manta North húsin eru tilbúin til notkunar við afhendingu (Plug and Play)