Mannauðsstefna Húsasmiðjunnar
- Velgengni og árangur fyrirtækja veltur ekki hvað síst á mannauðnum sem þar starfar hverju sinni. Markmið Húsasmiðjunnar er að fyrirtækið hafi á að skipa, áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki sem sýnir frumkvæði og vilja til þess að taka virkan þátt í að skapa jákvætt og drífandi starfsumhverfi. Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að vera eftirsóknarverður vinnustaður, því er lögð áhersla á:
Ráðningar & móttaka nýliða:
- Ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni og veita framúrskarandi þjónustu.
- Val á starfsmönnum byggist á faglegum vinnubrögðum í samræmi við jafnréttisáætlun og hæfniskröfur til starfsmanna.
- Nýir starfsmenn fá grunnþekkingu á grunngildum, starfssemi og uppbyggingu fyrirtækisins á fyrstu þrem mánuðum í starfi.
- Allir starfsmenn fái hlýjar móttökur.
Þjálfun & starfsframi
- Starfsmenn fá viðeigandi þjálfun til að takast á við starf sitt.
- Leitast er við að allir starfsmenn séu meðvitaðir um hlutverk sitt og hafi gildi fyrirtækisins, þjónusta, metnaður og sérþekking, að leiðarljósi við dagleg störf og ákvarðanatöku.
- Starfsmenn geta þróast og eflst í starfi og sótt sér aukna þekkingu til að takast við viðfangsefni og eiga möguleika á færast til í starfi innan Húsasmiðjunnar.
- Þegar störf losna er staðan innanhúss alltaf metin fyrst, horft er til hæfni, reynslu og þjálfunarsögu starfsmanna og borið saman við þarfir fyrirtækisins. Þess utan er staðan ýmist auglýst innanhúss eða í almennri auglýsingu eða bæði. Markmiðið er alltaf að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið. Húsasmiðjan hvetur því starfsmenn til að sækja sér námskeið til að afla sér þekkingar og auka þannig líkurnar á starfsframa.
- Möguleikar starfsmanna eru jafnir til starfsframa, jafnréttis er gætt og stefnt er að því að mannauður fyrirtækisins sé skipaður einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og hæfni.
- Þörf fyrir þjálfun og fræðslu er metin árlega með hliðsjón af starfsmannasamtölum, út frá starfsmannakönnunum, óskum starfsfólks og þörf fyrirtækisins hverju sinni.
Starfskjör & árangur
- Húsasmiðjan greiðir samkeppnishæf laun og hlunnindi í samræmi við jafnlaunastefnu og virði starfa, ásamt þeirri ábyrgð sem liggur þar að baki og þeim árangri sem næst.
- Húsasmiðjan starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttislög og í samræmi við jafnlaunastaðal ÍST 85 til að vega störf og verðmeta þau.
Starfsánægja, samskipti & samvinna
- Sameiginleg ábyrgð allra starfsmanna er að stuðla að góðum starfsanda og jákvæðum samskiptum. Lögð er áhersla á að samstarfsmenn sýni hvor öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvæðni.
- Leitast er við að upplýsingaflæði fyrirtækisins sé skilvirkt og skipulag skýrt þannig að stefna og markmið fyrirtækisins sé öllum starfsmönnum ljós.
- Stuðlað skal að að sveigjanleika og jafnvægis milli vinnu og einkalífs.
- Starfsmenn eiga rétt á árlegu starfsmannasamtali og leitast er við að aðgengi að stjórnendum sé ætíð gott.
Starfsumhverfi & jafnrétti
- Við leggjum okkur fram við að skapa starfsfólki jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi í samræmi við jafnréttisstefnu Húsasmiðjunnar. Leitast er við að vinnuaðstaða og tækjabúnaður sé í góðu lagi og persónuöryggi sem best tryggt hverju sinni.
- Hver starfsmaður er metinn á grundvelli eigin verðleika og fær að njóta sín óháð kyni, aldri, trúarbrögðum, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða öðrum þáttum sem geta aðgreint starfsfólk.
- Í vinnuumhverfi Húsasmiðjunnar er einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi ekki liðið.
- Stuðlað er að heilsueflingu með því að bjóða upp á styrki til líkamsræktar og bólusetningar ásamt því hvetja til þátttöku í ýmis konar heilsuátökum.
Framtíðarsýn
- Húsasmiðjan er eftirsóknarverður vinnustaður.
- Starfsmannavelta er í lágmarki og tryggir þannig að fyrirtækið hafi á að skipa reynslumiklu starfsfólki.
- Markviss þjálfun er eitt af lykilverkfærum fyrirtækisins og er beitt á kerfisbundin máta.
- Starfsfólki líður vel hjá fyrirtækinu og starfsánægja og sterk liðsheild er ríkjandi.
- Jafnrétti er eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda Húsasmiðjunnar.