Hér getur þú náð í Húsasmiðjuappið

Húsasmiðjuappið

Sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjunnar er ný upplifun á íslenskum byggingarvörumarkaði sem þjónar öllum viðskiptavinum Húsasmiðjunnar og Blómavals um land allt. 

Með Húsasmiðjuappinu getur þú skannað, borgað og komist út úr verslunum okkar á einfaldan hátt. Einstaklingar og fyrirtæki geta einnig keypt vörur í reikning á sínum kjörum, stjórnað úttektaraðilum, sótt um lánsheimild, greiðsludreifingu, séð upplýsingar um þúsundir vara og margt fleira á meðan verslað er.

Hvað er Húsasmiðjuappið?

Húsasmiðjuappið er sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp sem hjálpar viðskiptavinum að eiga hröð og góð viðskipti við Húsasmiðjuna.

Hvernig nýtist Húsasmiðjuappið mínu fyrirtæki?

Húsasmiðjuappið nýtist fyrirtækjum þar sem úttektaraðilar á vegum fyrirtækisins geta
verslað fyrir hönd fyrirtækisins með sjálfsafgreiðslu. Þetta sparar ómældan tíma. Úttektar-
aðilum er hægt að eyða og bæta við á þjónustuvef Húsasmiðjunnar, en einnig er hægt að gera það á fljótlegan hátt í appinu. Í appinu er einnig hægt að skrá úttektir niður á verk og gefa úttekt skýringu eða „vegna“. Til þess að virkja „vegna“ aðgerðina þarf að fara í stillingar inni í appinu og haka við að fyrirtækið vilji merkja úttektir „vegna“.

Fyrirtækið mitt birtist ekki þegar ég skrái mig inn í appið, hvað á ég að gera?

Notendur sjá aðeins sitt fyrirtæki í appinu ef þeir eru skráðir sem úttektaraðilar eða notandi með aðgang að þjónustuvef og vefverslun Húsasmiðjunnar. Hægt er að skrá úttektaraðila á þjónustuvef Húsasmiðjunnar. Einnig er hægt að hafa samband við viðskiptareikninga í síma 525 3000 sem geta aðstoðað við þetta ferli.

Athugið einnig að notandi sem hefur aðgang að þjónustuvef og vefverslun getur bætt við nýjum úttektaraðilum inni í appinu sjálfu líkt og á þjónustuvefnum.

Fyrirtækið mitt getur ekki sótt um lánsheimild í gegnum appið?

Þegar sótt er um lánsheimild fyrirtækja er athugað hvort umsækjandi sé prófkúruhafi. Ef umsækjandi er ekki prófkúruhafi fyrir hönd fyrirtækisins þá er ekki heimild fyrir umsókn. Einnig er lánshæfismat fyrirtækis skoðað og eru skilyrði fyrir því hversu hátt lánshæfismatið þarf að vera svo hægt sé að fá heimild.

Ég get ekki greiðsludreift kaupunum?

Til þess að greiðsludreifa einstaka kaupum þarf karfan að ná lágmarksfjárhæð sem er breytileg út frá ÁHK á hverjum tíma. Greiðsludreifingu er ætlað að nýtast við stærri kaup.