Rétt áhöld létta þér verkin

Það þarf mörg handtök til að koma upp sælureit við heimilið eða frístundahúsið, hvort sem verið er að vinna verkið frá grunni eða endurbæta aðstöðu sem þegar er til staðar. Að mörgu þarf að hyggja, framkvæma jarðvegsskipti, grafa holur fyrir staurum og uppistöðum, saga staura og pallaefni.

Öll þessi verk kalla á fjölda sérhæfðra verkfæra, og þá kemur Áhaldaleiga Húsasmiðjunnar þér til aðstoðar. Þar er hægt að leigja flest þau verkfæri sem þarf við smíði og viðhald á heimilinu, pallinum eða garðinum.

Þar er hægt að leigja smágröfur og staurabora í undirbúning verka við smíði á pallinum, bútsagir, borvélar og önnur handverkfæri til smíðinnar og svo mætti lengi telja. Úrval verkfæra er mikið í Áhaldaleigu Húsasmiðjunnar en þó mismikið eftir verslunum, nánari upplýsingar eru veittar í síma 525 3000.

Áhöld fyrir garðvinnu og viðhald

Í Áhaldaleigum Húsasmiðjunnar er hægt að leigja margvísleg tæki fyrir viðhald og garðvinnu til að létta sér verkin.

Athugið að mismunandi úrval tækja er í boði á leigunum.

Áhaldaleigur um land allt

Í Áhaldaleigum Húsasmiðjunnar er hægt að leigja öll helstu verkfæri t.d. staurabora, bútsagir, borvélar og margt fleira og auðvitað garðverkfæri og kerrur.

Hvernig reiknast leigugjaldið?

  • Hálfur dagur eru 5 klst. innan dagsins, eða 1 eining.
  • Fyrsti sólarhringurinn er allt fram yfir 5 klst. og allt að 24 tímum, eða 1,8 einingar.
  • Eftir fyrsta sólarhringinn reiknast 1 eining fyrir hvern hafin sólarhring.
Þægilegt er að nota smágröfu þegar grafa þarf fyrir lögnum, búa til bílaplan eða færa til tré. Einföld og þægileg í notkun.
2ja hásinga kerrur eru heppilegar fyrir stærri flutninga. Burðargeta 1500-2500 kg.
2ja-3ja metra hefðbundnar kerrur fyrir jeppa og fólksbíla. Burðargeta 750 kg.
Þegar fella þarf tré, snyrta greinar eða klippa niður gamla runna getur verið hentugt að nota keðjusög. Erum bæði með rafmagns- og bensínknúnar sagir á leigunum. Keðja er seld sér með hverri útleigu.
Þegar verið er að leggja hellur og ganga frá innkeyrslu við hús er nauðsynlegt að þjappa undirlagið.
Stauraborar auðvelda þér verkið þegar verið er að koma fyrir t.a.m. stöplaundirstöðum fyrir sólpall eða til að setja niður girðingastaura.
Mosi er algengt vandamál í görðum og til þess að losna við hann og auka grasvöxtinn er gott að leigja sér mosatætara í byrjun sumars.
Þegar verið er að smíða pall er bútsögin verkfærið sem flýtir verkinu og skilar ávallt réttri sögun sem gefur pallinum fallegra yfirbragð.
Það getur í sumum tilfellum verið hagstæðara að leigja sláttuvél til að slá grasið, t.d. ef ekki er aðstaða til að geyma sláttuvél, hún er biluð eða við þurfum afkastameiri vél.
Hekkklippur eru léttar og meðfærilegar til snyrtinga á limgerðum.
Steinsagir eru notaðar til að saga hellur og steina við hellulagnir.
Hleðsluborvélar eru nauðsynlegar t.a.m. ef þú vilt skrúfa klæðninguna á pallinn frekar en að negla hana.
Ef lóðin við heimilið eða frístundahúsið er mishæðótt getur verið gott að leiga sláttuorf 1-2svar yfir sumarið.