Vetrarmyrkrið getur verið pottaplöntum erfitt og engu líkara en margar þeirra þjáist af eins konar skammdegisþunglyndi þar til fer að vora að nýju.
Á vorin eru plönturnar fljótar að jafna sig aftur að nýju eftir að sólin hækkar á lofti. Með minnkandi sól dregur úr lífstarfsemi plantanna og til þessa að hjálpa þeim til að lifa veturinn af er gott að draga úr vökvun og minnka eða hætta tímabindið að gefa þeim áburð. Stórar blaðplöntur þurf meira vatn en til dæmis kaktusar og þá má hætta alfarið að vökva yfir dimmustu mánuðina. Munið að vökva alltaf með volgu vatni.

Ljóselskar plöntur er gott að flytja á eins bjartan stað og unnt er og gott er að strjúka mesta rykið af blöðunum til að auka ljósinntöku þeirri. Jafnvel er gott að setja sumar blaðplöntur í volga sturtu fyrir veturinn til að hreinsa af þeim rykið. Líka er gott að snúa plöntunum reglulega svo að allir hlutar hennar fái birtu. Æskilegur stofuhiti fyrir plönturnar er misjafn milli tegunda en yfirleitt á bilinu 12 til 18° á Cesils og æskilegt er að halda hitastiginu jöfnu vegna þess að öllum plöntu er illa við snöggar hitabreytingar.

Hitastig á heimilum hjá okkur á Íslandi er oftast vel yfir þessum mörkum og getur það valdið því að plönturnar senda frá sér langar og ljósar renglur. Myrkrarenglurnar eru ótvíræð merki um að það sé of heitt á plöntunni miðað við það magn að birtu sem hún fær. Forðist því að hafa þær nálægt gluggum sem standa mikið opnir og valda dragsúg. Einnig skal varast að láta pottaplöntur standa of nálægt heitum miðstöðvarofni.

Smá saman þegar sól fer að hækka á lofti má auka vatnsgjöfina og gefa áburð og ekki spillir fyrir að umpotta plöntum á vorin sem staðið hafa í tvö ár eða lengur í sömu moldinni.

- Vilmundur Hansen.