Gemmér

Laufblöð kjötætuplantna eru líklega allra sérhæfðustu laufin í plönturíkinu.
Lauf venusargildru, Dionaea muscipula, líkjast helst munni með röð af göddum á vörunum.
Inni í munninum eða innan á blöðunum eru svo minni og dreifðari broddar. Að mestu græn og rauðbleik að lit, blaðstilkurinn 20 til 30 sentímetra langur og blómstra hvítum blómum.

Plöntunni líður best í beinni sól, rökum mosa, súrri og magurri sáðmold og litlum potti. Venjulegur stofuhiti hentar venusargildru vel sé hún úðuð reglulega og gott er að láta pottinn standa í undirskál með hreinu vatni.

Venusargildra er fjölær kjötætuplanta af og eina tegundin í ættkvíslinni Dionaea. Plantan er upprunnin í votlendi Karólínuríkja á austurströnd Bandaríkjanna Norður-Ameríku og talin í útrýningarhættu í náttúrlegum heimkynnum sínum. Vinsæl pottaplanta og algeng í ræktun og getur við góð skilyrði lifað í allt að tuttugu ár.

Ráfi skordýr inn í ummynduð blöðin þarf það að snerta þrjá af broddunum áður en blöðin lokast snarlega og fanga það. Skordýrið lokast inni í eins konar búri og þess bíður ekkert annað en að leysast upp í meltingarsafa sem laufið framleiðir. Latneska ættkvíslarheiti Dionaea er dregið af heiti grískrar gyðju, Dione sem var móðir Afródítu gyðju ástarinnar, en tegundarheitið muscipula þýðir músagildra. Þar sem plantan þarf mikla sól getur reynst erfitt að halda henni lifandi yfir vetrarmánuðina nema með lýsingu. - Vilmundur Hansen