Á haustin er í brumi trjáplantna fullþroskaður vísir að vexti næsta árs. Vaxtarvísirinn er vel geymdur í bruminu og það ver hann fyrir vetrarkuldanum. Frost að vori, eftir að brumið hefur opnað sig, getur skemmt vaxtarvísinn.

Jurtir sem eiga náttúruleg heimkynni á norðurslóðum eða hátt til fjalla eru yfirleitt lágvaxnar og með öflugt rótarkerfi sem getur verið allt að þrisvar sinnum víðfeðmara en sá hluti sem er ofanjarðar.

Eftir að ofanjarðar starfsemi trjáa hættir á haustin er mikill vöxtur í rótunum og því tilvalið að planta út trjám á haustin þannig að trén nái að festa rætur og gera sig klár fyrir næsta vor. 

Varnir gegn frostlyftingu:

  • Gefa áburð við gróðursetningu.
  • Gróðursetja skógarplöntur í gróið land.
  • Binda tré yfir einn og hálfan metra staut til styrkingar.
  • Gróðursetja hraustar plöntur.
  • Setja stein við hliðina á ungplöntum.
  • Hylja viðkvæmar fjölærar plöntur með laufi, mosa eða greinum.
  • Skýla rósum og viðkvæmum runnum með grenigreinum eða striga.

 

  • Vilmundur Hansen.