Val á jólatré

 

Nú þegar styttist í jólin og upprisu ljóssins er ekki úr vegi að fjalla lítillega um jólatré sem flestir skreyta heimili sín með í skammdeginu.

 

Í einni af mörgum sögum um upprunna jólatrésins segir að Bræðralag svarthöfða í Eystrasaltsríkjunum, sem var félagsskapur ógiftra karlmanna, hafi á fimmtándu öld sett upp tré í samkomuhúsi sínu í skammdeginu. Á jóladag flutt þeir svo tré út á torg og dönsuðu í kringum það ásamt ógiftum konu. Seinna var farið að skreyt trén með eplum, hnetum og kexi til að gleðja og gefa börnum sem komu til að horfa á dansinn.

 

Þegar kemur að því að velja jólatré eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Í fyrsta lagi á gæta þess að vera í góðu skapi og í öðru lagi á að gefa sér góðan tíma. Ástæðan fyrir þessu er einföld og skýr því það er hreinlega grútleiðinlegt að velja jólatré í vondu skapi og erfitt finna fallegt tré á hlaupum.

 

Nokkra tegundir trjáa eru í boði sem jólatré, fura, rauðgreni, normansþinur og þinur sem kallast nobilis. Allar þessar tegundir eru fallegar á sinn hátt en um leið ólíkar hvað varðar lit og lögun. Þinur og fura eru barrheldinn en rauðgreni á það til að fella barrið sé það ekki meðhöndlað rétt. Gott að skoða trén frá öllum hliðum út frá því hvort greinabyggingin sé jöfn og ekki síst skoða toppinn vel.

 

Þrátt fyrir að smekkur sé mismunandi og þarfir ólíkar velja margir þin eða greni sem eru keilulaga og með beinan topp. Fura er aftur á móti óregluleg í form og því best að velja hana meira eftir tilfinningu.

 

  • Vilmundur Hansen