Hægt að rækta pottaplöntur í hvaða íláti sem er hvort sem það eru stand- eða hengipottar. Það sem mestur skiptir er að gott frárennsli sé á pottinum svo að ræturnar standi ekki í vatni og rotni. 

Blóm sem keypt eru í blómabúðum eða gróðrarstöðvum eru ræktuð við kjöraðstæður og þurfa því ekki áburð fyrstu vikurnar. Standi plöntur lengi í sama potti verður moldin þreytt og með tímanum verður potturinn of lítill.

Ekki er til neinn ein allsherjarregla um hvenær á að umpotta fyrir utan að best er að gera slíkt á vorin þegar sólin fer að hækka á lofti.

Plastpottar eru betri en leirpottar að því leiti að ekki þarf að vökva eins oft og þeir gefa ekki frá sér sölt eins og leirpottar. Rætur plantna eiga það til að vaxa inn í leirinn og getur það valdið rótarskemmdum við umpottun. 

Á sumrin er hæfilegt að vökva heimilisblómin með áburðarlausn á tveggja til þriggja vikna fresti en sjaldnar yfir vetrarmánuðina. 

Finna má góðan blómaáburð í Blómavali. Áburðurinn er misjafnlega sterkur og því ætti fólk að lesa leiðbeiningarnar og fara eftir þeim. 

Of mikill áburður brennir rætur plantnanna og dregur úr vexti. Þeim sem vilja ekki nota tilbúinn áburð er bent á að ósaltað kartöflusoð er ágætur áburður og einnig er hægt að nota vatn sem mulin eggjaskurn hefur staðið í sem kalkgjafa.

  • Vilmundur Hansen.