Líkt og tunglið hefur áhrif á flóð og fjöru hefur það einnig áhrif á vatn í jarðvegi, vatnsupptöku og vöxt gróðursins. Í stuttu máli útleggjast þessi fræði á eftirfarandi hátt.

Nýtt og vaxandi tungl dregur vatn upp úr jarðveginum og hækkar stöðu þess og það veldur því að fræ spíra betur. Slíkt segja sumir veldur því að gott sé að sá matjurtum sem vaxa ofanjarðar á  nýju tungli. Til dæmis salati, spínati, selleríi, blómkáli og korni.

Eftir því sem tunglið vex eykst aðdráttarafl þess og birtustigið eykst. Þá er góður tími til að sá eða setja niður baunir, melónur, papriku og tómata. Gott er að slá gras á þessum tíma þar sem það er í góðum vexti.

Aðdráttarafl tunglsins eykst þar til það er fullt en minkar ásamt birtustiginu um leið og það fer minnkar. Þá er góður tími til að sá eða setja niður rótarávexti, eins og gulrætur, lauk, rófur og kartöflur. Einnig er gott að setja niður haust- og vorlauka, túlípana, hátíðarliljur, krókusa og dalíur svo dæmi séu tekin, sem og að skipta og flytja fjölærar plöntur og klippa runna og limgerði.

Við minnkandi tungl dregur úr aðdráttaraflinu og birtustig þess minnkar og er það stundum kallaður hvíldartími. Þá er góður tími til að reyta arfa, flytja og klippa tré. Þá er líka rétti tíminn til að taka uppskeruna í hús.

  • Vilmundur Hansen