Með sýrustigi jarðvegs er átt við fjölda óbundinna vetnisjóna í jarðveginum. Sýrustig er táknað með pH. Þegar sýrustigið er á milli 0 og 7 er sagt að jarðvegurinn sé súr, en basískur sé hann með pH milli 7 og 14.

Jarðvegur með sýrustigið 7 er hlutlaus. Sýrustig er því hærra sem pH-talan er lægri en basískara eftir því sem talan er hærri.

Sýrustig jarðvegsins hefur mikil áhrif á plönturnar. Áhrifin eru bæði bein og óbein og eru hin óbeinu mun meiri. Beinna áhrifa gætir ekki á plöntum þótt sýrustigið sveiflist innan vissra marka. Það er ekki fyrr en jarðvegur er orðinn mjög súr eða mjög basískur að það dregur úr vexti.

Hver plöntutegund á sitt kjörstig sem hún dafnar best við.

Mosi dafnar vel í súrum jarðvegi.

- Vilmundur Hansen.