Orkideur sem jólablóm

Orkideur eru með fallegustu blómum sem hægt er að hugsa sér og í dag eru á markaði harðgerar orkideur sem sem eru blómviljugar og standa lengi, tvo til sex mánuði, og þurfa litla umhirðu. Eftir blómgun fara þær á dvala í tvo til þrjá mánuði.

Hvernig væri að breyta til og bæta orkideum í flóruna sem höfð eru til að lífga upp á skammdegið og yfir hátíðarnar. Hvíta orkideur fara vel með rauðum jólastjörnum og ilmandi goðaliljum og rauðbleikar orkideur með hvítum jólastjörnum. 

Orkideur fara vel sem lifandi jólaskreyting þegar búið er að setja í kringum þær grænar greinar og fallegar jólakúlur eða annað jólaskraut. 

Orkideur þurfa góða birtu en ekki beina sól og þrífast best í sérstakri orkideumold eða trjákurli og í glærum potti. Nóg er að gefa þeim einn bolla af vatni á viku og gott er að úða kringum plöntuna annað slagið. Kjörhiti 15 til 30°C.

Þær orkideur sem mest eru ræktaðar sem pottaplöntur eru upprunnar í suðaustur Asíu. Fjöldi tegunda og afbrigða í mörgum litum eru í ræktun.

Orkideur eru ásætur sem mynda loftrætur og þola ekki að standa í vatni.  

Orkideur sem mest eru í sölu í dag eru stundum kallaðar flugvallaorkideur vegna þess hversu harðgerða og auðveldar þær eru í ræktun.

  • Vilmundur Hansen