Hortensía, Hydrangea, er ættkvísl með um 75 tegundum sem rekja uppruna sinn til Asíu. 

Garðahortensía, H. macrophylla, sem er algengust í sölu hér á vorin er uppruni í Japan. Skálaplanta sem má hafa úti yfir sumarið en lifir ekki veturinn af utandyra. Hortensíur njóta mikilla vinsælda um þessar mundir sem bústnar garðplöntur yfir sumartímann. Hægt er að fá þær með bláum, rauðum og bleikum blómum en blómliturinn ræðst af sýrustigi jarðvegsins sem plönturnar eru ræktaðar í. Blómin verða blá í súrum jarðvegi en bleik og rauð í kalkríkum jarðvegi.

Plantan sem er bæði blað og blómfalleg þarf sólríkan, skjólgóðan, bjartan og þurran vaxtarstað og næringarríkan jarðveg. 

 

Plantan þarf mikið vatn og helst daglega en þó ekki of mikið í einu og annað slagið með áburðarlausn. Gæta verður þess að vökva hana með volgu vatni sem helt er í jarðvegin en ekki yfir plöntuna þar sem blómin verða ljót ef þau blotna.

 

Heitið hortensía er kennt við Anne-Louis Girodet de Roussy-Trioson sem var upp 1767 til 1824 og bar titilinn Hortense de Beauharnais. Hún var eiginkona Louis Lodewijk Bonaparte, leppkonungs í Hollandi og bróður Napóleons Bonaparte. Hortense var dóttir Jósefínu konu Napóleons svo að hún var bæði stjúpdóttir keisarans og mágkona hans. Seyði plöntunnar er sagt þvaglosandi. 

Vilmundur Hansen.