Haustverkin í garðinum

Haustverkin í garðinum

Eftir að búið er að setja niður haustlaukana er gott að raka fallið lauf af grasflötinni til að vel lofti um hana. Tilvalið er setja laufið í beð undir limgerði, tré og runna eða í safnhauginn. Laufið brotna mjög fljótt niður og verður mold strax árið eftir. 

Ekki er gott að slá grasflötina seint á hausti enda grasið ekki í miklum vexti á þeim tíma. Betra sé að hafa það svolítið loðið yfir veturinn til að það hlífi rótinni.

Ekki klippa á haustin

Ekki skala klippa trjágróður á haustin vegna aukinnar hættu á sveppasýkingu í gegnum sárin sem myndast við klippinguna. Heppilegasti tíminn til að klippa flestar tegundir trjágróðurs seinni part vetrar og snemma á vorin, frá febrúar og alveg fram í byrjun maí og eftir laufgun á sumrin.

Góður tími til að gróðursetja

Haustið og tíminn fram að fyrsta snjó er góður tími til að gróðursetja og flytja trjáplöntur og flytja og skipta fjölærum plöntum. 

Vetrarskjól

Séu tré orðin meira en einn og hálfur metri á hæð við gróðursetningu er nauðsynlegt að setja staur niður með þeim sem stuðning fyrstu árin á meðan þau eru að ræta sig og koma sér fyrir í jarðveginum. Best er að binda trén með gúmmíi. 

Eitt af haustverkunum í garðinum er að skýla viðkvæmum plöntu. Yfirleitt nægir að raka laufi og mold yfir rótarhálsinn á fjölærum plöntum en einnig er gott að leggja yfir þær greinar.

Runnum og rósum má skýla með því að búa til lítið tjald úr striga eða akrýldúk og setja utanum plönturnar. Auk þess sem hægt er að fá í garðvörubúðum sérhannaða poka til að setja utan um þær.

Viðkvæmar plöntur í pottum má setja í kalt gróðurhús eða koma í skjól sé þess kostur.

Fræsöfnun

Upplagt er að safna fræi á haustin og undirbúa þannig sáningu næsta vors. 

  • Vilmundur Hansen.