Fenja- eða flugnagildra er spennandi og áhugaverð planta sem gaman er að spreyta sig
á að rækta. Ekki er nóg með að plantan sé sérkennileg í vextinum því hún laðar einnig
til sín flugur sem hún nærist á. Gildra er því það sem er oft kallað kjötætuplanta.

Á latínu kallast tegundin Sarracenia purpurea en á sænsku flugtrunpet og lýsis það
heiti ágætleg vaxtarlagi plöntunnar sem er nokkurn veginn eins og lúður í laginu.
Blöðin framleið efni sem laða að sér flugur sem síðan skrikar fótur sleipu yfirborðinu
þegar þær setjast innan á lúðurlaga blaðvöxtinn og falla til botns í meltingarvökva sem
leysir þær upp í næringarefni sem plantan nýtir sér.

Gildrur dafna best í súrum jarðvegi sem er blanda af svaðmosa og svolitlum sandi.
Planta kýs rakann og jafnvel blauta jarðveg og þar sem plastpotta halda betur raka
henta þeir betur sem ílát fyrir plöntuna en leirpottar. Gott að láta pottinn standa í skál
og vökva plöntuna neðan frá og gæta verður þess að moldin þorni aldrei.

Plantan er sólelsk en forðast skal að gefa gildrum blómaáburð en þess í stað er gott að
fæða hana með því að setja nokkra pöddur í lúðurinn annað slagið. Sarracenia leggst í
dvala yfir vetrarmánuðina og blöðin visna. Þá er gott að setja pottinn á svalan stað og
halda moldinni rakri fram á vor eða þar til plantan fer að vaxa aftur.

Sarracenia er, auk venusargildru (Dionaea muscipula), mest ræktaða
kjötætuplanta í heimi og um leið sú auðveldasta fá hún góða umhirðu.
Ættkvíslin Sarracenia telur ellefu tegundir og er S. purpurae algengust sem
pottaplanta og með aukinni ræktun skipta yrki hennar nú tugum.

Ættkvíslaheitið Sarracenia er í höfuðið á franska lækninum og
náttúrufræðinginum Michel Sarrazin, (1659 - 1734) sem starfaði lengst af í

Kanada og lýst plöntunni fyrstur. Fullyrðing hans um að planta nærðist á flugum
var almennt dregin í efa af vísindasamfélaginu í Frakklandi á sínum tíma og
Sarrazin sagður ruglukollur. Það var ekki fyrr en Darwin birti ritgerð sína um
kjötætuplöntur árið 1875 að Sarrazin var tekinn bullukollalista frönsku
vísindaakademíunnar. Tegundarheitið purpurea vísar til þess að blöð plöntunnar hafa
rauðleitan blæ.

- Vilmundur Hansen.