Klassísk, falleg og vinsæl pottaplanta og sannkallað stofuprýði sem þrýst vel við góðar aðstæður og með smá natni. Einnig fáanlegt sem afskorið blóm í vendi og blómaskreytingar.

Blöðin dökkgræn og gljáandi og sum afbrigði með ljósum og áberandi blaðæðum. Blóminn sem standa upp úr blaðhvelfingunni rauð, hvít eða bleik, oddmjó og vaxkennd viðkomu og geta staðið í allt að sex til sjö vikur.

Flamingóblóm er einkímblaða hitabeltisjurt sem þarf milli 15 til 22° á Selsíus og góðan loftraka og því gott að úða regluleg í kringum plöntuna.

Plantan þarf einnig bjartan stað en ekki beina sól og góða og loftmikla mold. Gott er að þurrka eða skola ryk af blöðum plöntunar einu sinn til tvisvar á ári með rökum klút eð þá að setja hana í sturtu undir volgu vatni.

Vökva skal með volgri og daufri áburðarlausn á tveggja vikna fresti yfir vaxtatímann á sumrin en minna yfir veturinn og gætið þess að ekki standi vatn í undurskálinn því þá geta ræturnar rotnað.
Við góðar aðstæður verður planta um 60 sentímetrar að hæð og um það bil 50 sentímetrar að umfangi.

Hátt í þúsund tegundir tilheyra ættkvíslin Anthuium og finnast þær villtar í Mið- og Suður-Ameríku og er flamingóblóm einn af þessum tegundum og kallast Anthurium scherzerianum á latínu. Austuríski grasafræðingurinn Heinrich
Wilhelm Schott sem var forstöðumaður grasagarðsins í Vín var fyrstur manna til
að lýsa plöntunni árið 1857. Ættkvíslarheitið Anthurium er úr grísku, anthos og
oura, og þýðir blóm og skott. Tegundarheitið er til heiðurs öðrum austurískum grasafræðingi Karl van Scherzer sem er sagður hafa fundið plöntuna fyrstur Evrópumanna.

Vöxtur flamingóblóma er fremur hægur en vel þess virði að rækta plöntuna bæði vegna blað og blómfegurðar. Nauðsynlegt að umpotta á tveggja til þriggja ára fresti og setja í stærri pott, með eilítið súrri mold, eftir því sem rótarkerfið eykst
að umfangi. Nauðsynlegt er að klippa burt visnuð blöð og blóm til að planta haldist falleg.

Flamingóblóm geta verið ertandi í munnholi hunda og katta éti dýrin blöðin eða blóminn.