Stórir burknar í garðinn

Burknar hafa lengi verið vinsælar garðplöntur enda fallegir, harðgerðir og nægjusamir. Líkt og flestar stórblaða plöntur dafna burknar vel í skugga en ekkert mæli gegn því að rækta þá í hálfskugga þar sem sólin skín í nokkra tíma á dag. 

Helst þarf að gæta að því að burknar séu gróðursettir í frjósömum jarðvegi og að þeir séu vökvaðir í þurrkatíð án þess þó að drekkja rótinni. 

Ólíkt blómstrandi plöntum mynda burknar gró á neðraborði blaðanna og því enginn hætta á ferðum þegar svartir eða brúnir gróblettir sjást neðan á blöðunum. 

Af garðaburknum hefur stóriburkni, Dryopteris filix - mas, líklega notið mestra vinsælda enda sá burkni sem mest hefur verið á boðstólum hér. Stóriburkni er óvenju glæsileg planta sem nær metra að hæð með stórum og fallegum blöðum sem hringa sig upp úr rótinni á vorin.

Gullburkni, Dryoptelis afflins, er annar fallegur burkni sem ætti að þrífast vel í görðum hér á landi. Hann er uppruninn í suðaustanverðri Evrópu og suðvestanverðir Asíu. Í heimkinnum sínum verður hann enn hærri en stóriburkni og nær jafnvel tveggja metra hæð og því planta sem þarf gott rými til að njóta sín. 

Roðaburkni, Dryoptelis erythrososa, er nýtegund hér á landi og kemur frá Austur-Asíu þar sem hann vex gisnu kjarrlendi. Nær allt að 50 sentímetra hæð. Smáblöðin eilítið bylgjótt og koparsauð á endunum í fyrstu en verða síðan algræn.

Burknar þrífar vel sem undirgróður í beðum með hávöxnum trjám. 

  • Vilmundur Hansen