Aðventan hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og kallast sá tími jólafasta. Líkt og á öðrum föstum var og er víða enn bannað að borða ákveðinn mat eins og kjöt á jólaföstunni.

Hugtakið aðventa er upprunnið í latnesku orðunum Adventus Domini sem þýða koma drottins. Sígrænar greinar kransins tákna lífið í Kristi og hringurinn er tákn eilífðarinnar.

Víða er fallegur siður að vera með aðventukrans með kertum á jólaföstunni og kveikja á einu kerti hvern sunnudag fram að jólum. Uppruni þessa siðar eins og við þekkjum hann mun vera í Mið-Evrópu og frá fyrri hluta 19. aldar. Frá Þýskalandi mun siðurinn hafa borist til Danmerkur skömmu fyrir miðja síðustu öld og þaðan til Íslands um 1960.

Aðventukransar eru yfirleitt gerðir úr hálmhring sem vafinn er sígrænum greinum og skreyttur með jólakúlum eða stjörnum. Á kransinn eru svo sett fjögur kerti. Kertin í kransinum kallast kerti vonarinnar, kærleikans, gleðinnar og friðarins.

Hvert kerti hefur sitt nafn og merkingu. Fyrsta kertið sem kveikt er á kallast spádómskerti og á það að minna á komu frelsarans. Annað kertið kallast Betlehemskertið og vísar til fæðingarstaðar Krists. Þriðja kertið er hirðakertið og helgað hirðingjunum sem fyrstir fréttu af fæðingu Jesús og fjórða, englakertið, vísar til englanna sem báru fregnir um fæðing Krists til mannanna.

Munið að gæta fylgstu varúðar þegar þegar kveikt er á kertum og látið aldrei loga á þeim án eftirlits.

Líka er fallegt að hafa greinakrans með skrauti á útidyrahurðinni þar sem hann tekur hlýlega á móti gestum yfir hátíðarnar.