Fagnám í verslun
Fagnám í verslun er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, Lyfju, Húsasmiðjunnar og Samkaups ásamt Verzlunarskóla Íslands, Samtökum verslunar- og þjónustu og Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Markimið verkefnisins er:
- Að auka almennt veg og virðingu verslunar og verslunarstarfa
- Að bæta menntun og auka hæfni í verslunarstörfum með virku starfsnámi fyrir verslunarfólk og verslunarstjóra
- Að gera verslunum kleift að mæta breytingum í verslun á næstu árum vegna stafrænnar þróunar og alþjónðasamkeppni
- Að búa starfsólk undir þær breytingar með markvissri menntun til nýrra starfsa í verslun
- Að laða ungt fólk til þess að mennta sig í verslun og til starfa í greininni til að auka þar nýsköpun og endurnýjun.
Námið er 90 eininga nám á framhaldsskólastigi
og er blanda af fjarnámi hjá Verzlunarskóla Íslands og vinnustaðanámi sem fer fram í fyrirtækinu.
Námið hentar því ekki síst þeim sem vilja ljúka stúdentsprófi heldur einnig fyrir aðra sem vilja efla bæði faglega og persónulega færni sína á vinnumarkaði. Áður en nám hefst stendur nemendum til boða að fá þekkingu sína og kunnáttu raunfærnimetna.
Raunfærnimat er ferli þar sem ákveðin aðferðarfræði er notuð til þess að meta og staðfesta færni án tillitis til þess hvar hennar hefur verið aflað.
Niðurstöður má svo nýta sér til styttingar á námi og/eða eflast í starfi
Hér er myndband um raunfærnimat
Með Fagnámi er starfsfólk að
- Auka möguleika sína í starfsþróun
- Auka samkeppnishæfni sína
- Auka sjálfstraust og starfsánægju
- Auka fagþekkingu og persónulega hæfni
- Auka sjálfstraust og auka fagmennsku
- Aukin tækifæri til frekara náms
Námið er allt kennt í fjarnámi í Verzlunarskóla Íslands (Moodle) en
boðið er upp á mikinn stuðning t.d. með stefnumótun við kennara, námsráðgjöf og tæknilega aðstoð frá skólanum.
Uppbygging námsins
er tvískipt. Annars vegar bóklegt nám og hinsvegar verklegt vinnustaðanám.
60 einingar – bóklegt nám
- Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
- Sjálstyrking, framkoma og lífsleikni
- Bókfærsla
- Markaðsfræði verslana
- Stjónrnun, samstarf og liðsheild
- Rekstrarhagfræði
- Umhverfismál
- Upplýsinga og tölvufræði
- Bygginavöruverslanir
- Rafræn markaðssetning og markaðssetning á samfélagsmiðlum
- Sálfræði og neytendahegðun
30 einingar- vinnustaðanám
- Verslunarstarfsemi I
- Verslunarstarfsemi II
- Verslunarstarfsemi III
- Öryggismál og skyndihjálp
- Sérhæfð verkleg námskeið
Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar til viðbótar frá Starfsmenntastjóði verslunar- og skrifstofufólks