Heimsending - Höfuðborgarsvæðið að undanskildu Kjalarnesi

  • Alla virka daga
  • Pöntun þarf að berast fyrir kl. 14:00 á afhendingardag annars er hún afgreidd næsta dag.
  • Verð 1190 kr á almennun verslunarvörum.
  • Ath að vörur eru aðeins keyrðar heim að dyrum. 
  • Byggingavörur, s.s. timbur, plötur, flísar, múrblöndur o.fl. reiknast  á hærra flutningsverði en almennar verslunarvörur sökum þyngdar eða stærðar vörunnar. 

Pantað & sótt í verslunum um land allt

  • Hægt er að sækja samdægurs á höfuðborgarsvæðinu í verslun okkar í Skútuvogi alla virka daga ef pantað er fyrir klukkan 14:00
  • Pantað & Sótt pantanir á landsbyggðinni eru tilbúnar til afgreiðslu eftir 2-4 virka daga. Þær eru teknar til í vefverslun og síðan sendar með okkar flutningakerfi í þína verslun. 
  • Við sendum þér tölvupóst þegar þú getur sótt vöruna.
  • Vörur skal sækja á þjónustuborð í Húsasmiðjunni í Skútuvogi.
  • Stór heimilistæki og grill eru í sumum tilfellum sótt í vöruhús í Holtagörðum.
  • Framvísa skal kvittun þegar pöntun er sótt.
  • Sjá afgreiðslutíma Húsasmiðjunnar í Skútuvogi hér.

Heimsendingar - Landsbyggðin

  • Afhendingartími 2-4 virkir dagar
  • Þú færð vöruna senda heim að dyrum. Aðeins í boði þar sem Pósturinn býður upp á heimkeyrslu annars er vara flutt á næsta pósthús.
  • Ef pöntun berst eftir kl. 13:00 er hún send næsta virka dag.
  • Ef móttakandi er ekki heima þegar sending berst er sending flutt á næsta pósthús.
  • Þú færð sms þegar varan er á leiðinni til þín.
  • Nánari upplýsingar um heimsendingarþjónustu og skilmála Póstsins er að finna á www.postur.is

 

Timbursendingar á höfuðborgarsvæðinu

Hægt er að kaupa timbur, plötur, pallaefni o.fl. í vefverslun og fá það heimsent. ATH: Gildir ekki um kaup úr verslun. Sendum aðeins innan höfuðborgarsvæðisins. Fast verð fyrir akstur úr vefverslun á Höfuðborgarsvæðinu 12.900 kr. 

Blómasendingar Blómavals

Vinsamlega athugið, við sendum eingöngu blómvendi, blómaskreytingar o.þ.h. þar sem verslanir Blómavals eru. EKKI ER HÆGT að afhenda blómasendingar á landsbyggðinni á sunnudögum því verslanir Blómavals á landsbyggðinni eru lokaðar á sunnudögum. 

Mánudaga til föstudaga eru blómapantanir keyrðar út þrisvar á dag og þarf pöntun að berast fyrir þann tíma.  
Laugardaga er keyrt út tvisvar sinnum, milli 11:00-13:00 og 15:00-17:00. Sunnudaga er keyrt út klukkan 17:00

Útfarablóm og kransar eru keyrðir út á þeim tíma sem óskað er eftir. Vinsamlega setjið nákvæma dagsetning og tíma í athugasemd þegar pantað er.

Finna sendingu