Stóri Plokkdagurinn 25. april 2021

Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem bera virðingu fyrir umhverfinu og hafa það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi og síðast en ekki síst við strendur landsins. Hópurinn á sérsvæði á Facebook og telja meðlimir hans rúmlega 5000 manns. Þar deila meðlimir sigrum og áskorunum í umhverfismálum og þar hvetja meðlimir hvor aðra til dáða og birta myndir af rusli sem tekið hefur verið úr náttúrunni og fært á viðeigandi stofnanir.

Plokk á Íslandi stóð fyrir miklum plokkdegi á Degi jarðar í fyrra en þar sem hann lendir á páskum í ár var ákveðið að boða til stóra Plokkdagsins í ár þann 25. apríl næstkomandi. Plokkarar ætla að beina sjónum sínum að Reykjanesbrautinni, Vesturlandsveginum og Suðurlandsveg í ár og taka til hendinni í kringum hana. Reykjanesbrautinni verður skipt upp í svæði og vaktir til að reyna að ná sem mestum árangri. Reykjanesbrautin er heimreið höfuðborgarinnar frá útlöndum og hana aka mörg þúsund erlendra gesta og Íslendinga alla daga ársins. Um leið þverar hún öll stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu en það er von plokkara landsins að þau sláist í hópinn og leggi deginum lið með þeim hætti sem þau telja mögulegt.