Fjölgum konum í iðngreinum

Húsasmiðjan og Félag fagkvenna eru í samstarfi og hvetja til vitundarvakningar með það að markmiði að eyða staðalímyndum í iðngreinum og hvetja alla til að kynna sér kosti iðnnáms.

Aðskókn kvenna í iðnnám hefur aukist mjög síðastliðin þrjú ár og í sumum greinum hefur fjöldi þeirra jafnvel tvöfaldast, svo sem í pípulögnum, húsasmíði, rafvirkjun og dúkalögn.

Félagið leggur áherslu á að kynna iðnnám fyrir öllum kynjum og eyða staðalímyndum bæði iðnaðarmenn og iðnnám. 

Félagði sé ætlað konum í karllægum greinum hvort sem þær hafi lokið sveinsprófi, séu í námi eða bara að íhuga að fara í nám. Flestar komi þær úr byggingargreinum en einnig bíliðngreinum, rafvirkjun, refeindarvirkjun, skrúðgarðyrkju og vélstjórn.

Í félaginu eru nú um 75 fagkonur. 

Allar nánari upplýsingar er að finna hér. fagkonur.is