Fura er vinsælasta pallaefnið á Íslandi

Undanfarna áratugi hefur gagnvarin fura verið langvinsælasta pallaefni á Íslandi og ætla má að meirihluti sólpalla sé úr furu. Auðvelt er að vinna með efnið og hefur það reynst vel við íslenskar aðstæður sé því haldið við með réttri viðarvörn s.s. Jotun Treolje eða Jotun Trebitt.

Margbreytilegar og stundum erfiðar veðuraðstæður hérlendis kalla á að það timbur sem við notum utandyra sé vel varið gegn áhrifum veðráttunnar. Hægt er að verja timbur með margvíslegum hætti en algengasti viðurinn í palla og skjólveggi er gagnvarin fura. Gagnvarið timbur er meðhöndlað með söltum til að auka mótstöðu þess gegn lífrænum efnum og lífverum sem brjóta timbrið niður eins og t.d. fúasvepp og skordýrum.

Húsasmiðjan selur fyrsta flokks AB gagnvarið timbur frá framleiðendum sem nota viðurkennd efni gagnvart umhverfi og heilsu fólks.

Smelltu hér til að versla pallaefnið á vefnum.

Vörulistar fyrir algengustu pallaefni

Pallaefni fura vörulisti Pallaefni lerki vörulisti

Vinsælustu pallaefnin

  • Fura (AB gagnvarið pallaefni)
  • Lerki
  • Komposit/Plastpallaefni

Síberíu lerki

Síberíulerki í Húsasmiðjunni er 100% náttúrulegt


Síberíulerki (Larix Sibirica) frá Wimex er einstakt byggingarefni. Það er 100 % náttúrulegt án allra
kemískra aukaefna og er sterkt byggingarefni. Í Rússlandi t.a.m. hefur lerki verið mjög vinsælt í
gegnum aldirnar vegna mikils styrkleika og endingartíma viðarins. Lerki hefur verið notað
í timburhús, staura, brýr, undirstöður járnbrauta og skip. Síberíulerki er mjög hægvaxið þannig
að þéttleikinn er mikill, hátt hlutfall kjarnaviðar og þétt uppbygging viðarins. Vegna þessa er
Síberíulerki upplagt efni í utanhússklæðningar og palla.

Yfirborð Síberíulerkis gránar með tímanum. Sól, rigning, snjór og vindur hafa áhrif á veðrunina. 
Vegna þessa hefur staðsetning á lerkinu mikil áhrif á veðrunina. Við mælum með að borið sé á lerkið
áður en það er sett upp. Annarsvegar til að lengja líftíma klæðningarinnar og hins vegar til að hindra
veðrunina. Borðin á að grunna á öllum 4 hliðum. Síðan á að bera 1 umferð á með litaðri viðarvörn
(pigmenteret) og að lokum eina umferð eftir uppsetningu til að halda náttúrulega litnum á lerkinu.

Viðhald Síberíulerkis

Eins og allar aðrar timburtegundir þarfnast lerki viðhalds.

  • Hversu oft þarf að endurbera á lerkið fer eftir staðsetningu á þess.
  • Lerki sem er að mestu í vari frá sól og rigningu getur staðið án viðhalds í mörg ár meðan pallur sem er opinn fyrir veðri og vindum þarf reglulegt viðhald – jafnvel árlega.
  • Þegar endurborið er á lerki þarf að þrífa það með efnum sem mælt er með frá framleiðanda viðarvarnarinnar sem notuð er. Stundum getur verið nauðsynlegt að þrífa pallinn með sérstökum pallahreinsiefnum.
  • Mælt er með að þrífa og fara yfir tréverkið minnst einu sinni á ári og fjarlægi mosa, gróður, mold, og þess háttar. Það er líka gott að fjarlægja snjó sem safnast á pallinn.

Húsasmiðjan tekur ekki ábyrgð á efni sem ekki hefur verið meðhöndlað eða áborið samkvæmt leiðbeiningum.

FSC vottun

Allt lerki í Húsasmiðjunni FSC vottað

Húsasmiðjan flytur aðeins inn lerki frá Síberíu frá sögunarmyllum sem nota eingöngu tré úr endurplantanlegum skógum og vernda umhverfið með ábyrgum hætti. Síberískt lerki vex í meginlands loftslagi og sífrera, sem þýðir að jarðvegurinn sem umlikur rætur trjánna er eingöngu frostfrír i mjög stuttan tíma yfir sumarið.

Síberíulerki í pallinn

Undanfarin ár hefur notkun á lerki í pallaefni og utanhúsklæðningar stóraukist á Norðurlöndum sem og hér á landi. Ef þú velur pallaefni úr lerki frá okkur getur þú verið viss um að fá fallegan sólpall úr gæðaefni.

Það eru margar ástæður fyrir að velja pallaefni úr Síberíu lerki.

  • Falleg brún-rauð viðartegund
  • Auðvelt í meðhöndlun og viðhaldi
  • Endingargott og sterkt (nær eingöngu kjarnaviður)
  • Langur endingartími, þökk sé miklu innihaldi af harpix og olíu.
  • 100 % náttúrulegt efni án nokkurra eiturefna.
  • Má flokka sem almennt brennanlegt timbur.

Síberíulerki er sérlega flott og falleg viðartegund sem fellur vel að flestum gerðum húsa. Timbrið er auðvelt að meðhöndla og endingin mikil. Hægt er velja um að olíbera lerkið með glærri pallaolíu eða litaðri olíu, allt eftir hvaða útliti er verið að sækjast eftir á pallinum. Mikilvægt er að olíbera lerki eins og allan annan við.

  • Geymið lerkið undir yfirbreiðslu og haldið því þurru.
  • Notið alltaf ryðfrían saum eða skrúfur.
  • Mælt er með að forbora.
  • Ekki er mælt með beinni snertingu við tjörupappa.
  • Afsag má fara í endurvinnslu.

 

Hægt er að sérpanta sérunna prófíla og veitum góðfúslega ráðgjöf varðandi stærri verkefni og sérpantanir.