Timburmenn
Kennslumyndband í pallasmíði
Örn Árnason, leikari og þúsundþjalasmiður, framleiddi á sínum tíma í samvinnu við Húsasmiðjuna, þætti um pallasmíði undir heitinu Timburmenn. Þættirnir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu og nutu mikilla vinsælda. Nú eru þættirnir loksins fáanlegir allir saman ásamt aukaefni á DVD diski í Húsasmiðjunni.
Hér fyrir neðan eru nokkur vel valin atriði úr þáttunum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir og gefa góða mynd af því hvernig smíði sólpallsins fer fram.
Undirlag sólpallsins
Hér fer Örn yfir það hvernig undirlag sólpallsins á að vera.
Skjólveggir
Hér fer Örn yfir það hvernig skjólveggir eru reistir. Grafa þarf fyrir staurum og vanda frágang.
Blómakassi
Örn sýnir hér smíði á blómakassa. Góð hugmynd til að nýta efni sem fellur til við sólpallasmíði.
Brú
Hér ráðast þeir félagarnir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú sýna þeir hvernig á að smíða brú.
Snúrustaur
Örn sýnir hér hvernig á að smíða snúrustaur og festa vel niður.
Timburmenn fáanlegir á DVD
Lærðu að smíða pallinn á einfaldan og skemmtilegan hátt með Erni Árnasyni.
Kennslumyndböndin eru nú fáanleg öll á einum DVD diski ásamt aukaefni.
Kláraðu pallinn með okkur
- Við getum látið teikna pallinn fyrir þig.
- Við hjálpum þér að efnistaka.
- Við gefum þér tilboð í allt efnið.
- Þú sækir eða við sendum pallaefnið heim að dyrum.