Undirlag grasflatarinnar

Aðalvandi okkar í ræktun grasflata er bleyta. Yfirleitt er sett allt of mikið moldarefni undir þökur sem bindur mikið vatn. Afleiðingin er oft sú að hitastig jarðvegsins er lægra sem veldur þá minni vexti.

Á knattspyrnuvöllum er þess gætt að hafa undirlagið 70-90% sendinn jarðveg. Það hins vegar kallar á meiri umhirðu, bæði við vökvun og áburðargjöf. Falleg grasflöt kallar á mikið viðhald og natni en skilar sér margfalt þegar vel tekst til.

 

Mosi í grasflöt

Oft veldur grasblettur garðeigendum áhyggjum vegna mosa. 
Á Suðvesturlandi stafar mosavöxturinn einkum af hinu raka sumarveðri og rökum, loftlausum jarðvegi. 

Gras þarf birtu og áburð og það á að slá oft en ekki of nálægt rót. 
Afslegna grasið á ekki að raka af heldur leyfa því að liggja og endurnýja efsta moldarlagið.

Ráð gegn mosa

  • Grisjið hávaxin tré og hleypið þannig birtu að grasflötinni.
  • Notið mosaeyði eða mosatætara til að fjarlægja mosann.
  • Gatið flötina og setjið 3-5 cm lag af sandi yfir.
  • Berið áburðarkalk (náttúrukalk) á grasflötina.

Í Áhaldaleigu Húsasmiðjunnar færðu

  • Mosatætara
  • Garðsláttuvélar
  • Bensínorf