Haustverkin
Gerum klárt fyrir veturinn í garðinum
Haustverkin í garðinum felast almennt í því að ganga frá hlutum sem hafa verið í notkun yfir sumarið. Setjið verkfæri í þurra geymslu og gangið þannig frá garðhúsgögnum og grillum að þau fjúki ekki.
Blómaker sem ekki þola frost þarf að tæma og koma fyrir á hvolfi þar sem lítið mæðir á. Laufinu á grasflötinni er best að raka saman og grafa þau í holur í trjábeðunum eða blanda þeim í moltubinginn.
Haustin eru svo tilvalin til að setja niður haustlauka. Haustlaukarnir gefa okkur loforð um litríkt vor en algengt er að setja niður krókusa, túlípana, liljur o.fl. Haustlaukar fást í miklu úrvali í Húsasmiðjunni og Blómavali og hægt er að fá ráðgjöf um tegundir og verklag í hjá garðyrkjufræðingum Blómavals.
Á haustin er líka gott að hreykja laufum, sandi og mold að plöntum sem hafa jarðstöngulinn alveg í yfirborðinu, t.d. ýmsum lyklum og hjartasteinbrjota.
Haustlaukar gefa loforð um litríkt vor
Á haustin er tilvalið að setja niður haustlauka í blómabeð.
Algengt er að setja niður krókusa, túlípana, liljur o.fl.
Hægt er að fá ráðgjöf um tegundir og verklag í hjá garðyrkjufræðingum Blómavals.
Gott að muna fyrir veturinn
- Ganga frá garðhúsgögnum og festa niður svo þau fjúki ekki.
- Ganga frá grillum, setja á þau yfirbreiðslu og koma þeim í skjól eða geymslu.
- Tæma og setja blómaker sem ekki þola frost í geymslu.
- Setja garðverkfæri í þurra geymslu til að koma í veg fyrir ryð o.fl.