Ráðstafanir í verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals um land allt vegna Covid 19

 
Við leggjum okkur fram um að tryggja öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks. Við förum eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis og höfum gert ráðstafanir í verslunum okkar.
 
Hólfaskipting í völdum verslunum
Í stærri verslunum okkar höfum við hólfað verslanir niður í svæði. Í hverju hólfi er leyfilegur fjöldi viðskiptavina 50 manns í hvert skipti frá 25.03. 2021. 
 
Hreinlæti
- Handspritt er er aðgengilegt fyrir viðskiptavini  í öllum okkar verslunum og við þurrkum reglulega af handkörfum og innkaupakerrum með sótthreinsandi efnum. Sama á við um sameiginlega snertifleti, posa og undirskriftaplatta. 
 
2ja metra fjarlægðarmörkin
- Við höfum sett fjarlægðarmerkingar í gólf til að tryggja 2ja metra fjarlægðarmörkin.
 
Talið inn í verslanir
-Talið er inn í verslanir okkar þegar það á við til að tryggja að fjöldatakmarkanir séu virtar.
 
Merkingar í verslunum
- Við höfum sett upp merkingar um handþvott og áminningu um 2ja metra fjarlægðarmörkin í verslunum okkar.
 
Öflugri vefverslun
- Við höfum jafnframt eflt vefverslun okkar og sendum  samdægurs á höfuðborgarsvæðinu alla  virka daga fyrir þá sem vilja. Sendum einnig um land allt með Póstinum. 
 
Pantað & sótt
- Minnum á Pantað & Sótt þjónustuna okkar þar sem hægt er að panta í vefverslun og sækja vöruna til okkar. 
 
Reikningsviðskipti í vefverslun
- Við minnum iðnaðarmenn og fyrirtæki á að einnig er hægt að versla í reikning á sínum kjörum í vefverslun okkar. 
 
 
Verið hjartanlega velkomin í Húsasmiðjuna 
- Við erum til þjónustu reiðubúin.