Fáðu nýja bílskúrshurð á aðeins 10 dögum!

Húsasmiðjan býður uppá gott úrval af vönduðum bílskúrs- og iðnaðarhurðum á góðu verði. Hurðirnar eru framleiddar á Íslandi fyrir Húsasmiðjuna. 

Framleiðsluaðili hurðana hefur áratuga reynslu í smíði og uppsetningu á bílskúrs- og iðnaðarhurðum. Hurðirnar eru framleiddar úr gæðahráefni frá Flexiforce og Epco sem hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Með gæðahráefni tryggjum við að varan standist vel íslenskar aðstæður og uppfylla á sjálfsögðu íslenskar byggingareglugerðir. 

Staðallitur er hvítur og til á lager en einnig er hægt að sérlita hurðir í flestum litum RAL litakerfisins. Afgreiðuslufrestur á hurðum á lager er einungis 10 dagar.

Húsasmiðjan getur bent á sérhæfða aðila til að mæla og setja upp hurðina ef þess er óskað. 

Rafknúnir bílskúrshurðaopnarar við hurðirnar fást að sjálfsögðu í Húsasmiðjunni.

Fáðu tilboð í nýja bílskúrshurð í næstu verslun eða fáðu nánari upplýsingar í síma 525 3000.

Mælingablað fyrir bílskúrshurðir

Íslensk framleiðsla á bílskúrs- og iðnaðarhurðum

Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning

  • Áratuga reynsla í hurðum.
  • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli.
  • Stuttur afgreiðslutími.
  • Þolir vel íslenskt veðurfar.
  • Hágæða hráefni.

Panill

Bjóðum uppá tvær gerðir panila í bílskúrshurðir frá framleiðandanum Epco í Belgíu, bæði rifflaðan og sléttan. Panillinn er 40 mm þykkur og hefur gott einangrunargildi, K-gildi uppá 0.5W á fermeter. Hljóðeinangrun er um 25 dB. Fyrir ýtarlegri upplýsingar og fleiri útgáfur sem hægt er að sérpanta hjá okkur má sjá heimasíðu Epco.

Við flytjum inn einn lit af panil en hægt er að mála hurðirnar í öllum litum RAL litakerfisins. Þegar flekarnir berast til landsins þá eru þeir húðaðir með pólýúrethan og því notum við eingöngu tveggja þátta pólýúrethan málningu á okkar hurðir. Með því gengur málningin í efnasamband við húðina á hurðunum og flagnar ekki af.

Gluggar

Gluggar geta gefið skemmtilega mynd á bílskúrshurðina og hleypt birtu inn í rýmið. Við bjóðum uppá stílhreina og vandaða glugga frá Flexiforce.

Hægt er að fá hvíta glugga í stærð 511 x 321 mm og svarta glugga í stærð 680 x 373 mm. Báðar tegundir uppfylla CE staðla og hafa K gildi uppá 2.8 W á fermeter. Hægt er að sérpanta glugga frá Flexiforce gegn auka gjaldi.

Að auki höfum við reynslu af uppsetningu á Full Vision gluggum. Full vision gluggarnir eru heilir flekar af gluggum þar sem hægt er að hafa einn eða fleiri Full vision fleka samsetta með panilum. 

Stærð: 680 x 373 mm
Stærð: 511 x 321 mm

Gönguhurðir

Allar gönguhurðirnar frá okkur eru gerðar úr sama panil og bílskúrshurðirnar og eru með ASSA læsingu.