- Nánari upplýsingar
Gróft sandspartl fyrir stærri viðgerðir innanhúss. Er ljósgrátt og fyrir þurr rými. Hentar vel í heilsspörtlun, blettun og göt á gipsplötum (ekki með pappírsborðum), á steinveggjum og spónarplötum. Fyllir upp í 0-10 mm og er með afar góða viðloðun. Hægt að nota í vélar eða með spartlspöðum. Grófa steinveggi er gott að slípa verstu nibbur í burtu áður en það er spartlað. Flöturinn þarf að vera hreinn, þurr,laus við óhreinindi og mótaolíu. Djúp nagla- og skrúfuför gæti þurft að spartla 2-3 sinnum. Mjög millivægt er að spartlið sé alveg þurrt á milli umferða. Snertiþurrt á 30 mín, slípun og yfirmálun eftir 24 klst.