Pottaplöntunámskeið

Lærðu allt sem þú þarft að vita um pottaplöntur s.s. plöntuval, uppröðun, umhirða, vökvun, umpottun, áburðagjöf, birtuskilyrði o.fl. 

Miðvikudaginn 11. mars kl. 18:30 - 20:00

Skráning er ókeypis - sendu póst á namskeid@blomaval.is

Takmarkað sætaframboð.

Vilmundur Hansen og Lára Jónsdóttir segja og fræða þátttakendur á skemmtilegan og líflegan hátt eina kvöldstund. 

Vilmundur Hansen stýrir námskeiðinu af sinni alkunnu snilld ásamt Láru Jónsdóttur. Þau eru bæði garðyrkjufræðingar með áratuga reynslu.

Vilmundur er garðyrkjufræðingur og löngu landsþekktur fyrir fræðistörf og skrif sín um plöntur og ræktun. Hann er einnig stofnandi og stjórnandi síðunnar Ræktaðu garðinn þinn á Facebook. Þetta er námskeið sem þú vilt ekki missa af.

Lára Jónsdóttir er garðyrkjufræðingur og hefur veitt viðskiptavinum Blómavals frábæra þjónustu í áratugi.