Erikur er best þekktar sem hausplöntur og prýðilegar sem slíkar. Erikur eru ekki síður góðar plöntur til að hafa úti á vorin og flýta komu vorsins. Þær geta staði allt fram á sumar og haust og allt fram að jólum þar sem best fer um þær.

Ef ekki má þurrka plönturnar og láta þær standa í potti eins og þurrskreytingu bæði innanhúss og utan.

Blómin hvítar, bleikar eða rauðar perlulaga smábjöllur sem ilma lítillega og eru mörg saman á grönnum stilkum.

Erikur sem við þekkjum sem vor- og haustblóm eru upprunar Suður-Afríku. Ættkvísl erika er stór með um 860 tegundir af sígrænum plöntum og margar þeirra eru vel þekktar í Evrópu eins og íslenska beitilyngið.

Kjósa súran og jafnvel rýran jarðveg og sólríkan stað.

Erikur þola illa að þorna en vilja heldur ekki standa í bleytu.

-- Vilmundur Hansen.