Umhirða sumarblóma

Hæfilegt bil á milli sumarblóma er 10 til 20 sentímetrar. Þétt plöntun minnkar vinnu við að reyta illgresi þegar líður á sumarið. 

Gæta skal þess að ræturnar séu blautar þegar plantað er út til að draga úr líkunum á að moldin hrynji af rótunum. Plönturnar eru líka fljótari að jafna sig eftir útplöntun sé moldin rök.

 

Við útplöntun skal gæta þess að setja hæstu tegundirnar aftast í beðið og í skjól svo að þær brotni ekki í vindi að öðru leiti má raða plöntunum eftir lit og lögun eins og hverjum og einum þykir fara best. 

 

Eftir útplöntun þarf að vökva í nokkra daga á eftir, sé þurrt í veðri, en of mikil vökvun kælir moldina og tefur vöxt.

 

Eftir að sumarblómunum hefur verið komið fyrir sjá þau yfirleitt um sig sjálf og þurfa litla umhirðu, nema þá helst að klippt séu af þeim visnuð blóm til að koma í veg fyrir fræmyndun, en hún dregur úr áframhaldandi blómgun. 

  • Vilmundur Hansen.