Rifblaðkan blaðfallega
Rifblaðkan blaðfallega
Monstera eða rifblaðka. Monstera deliciosa, er talsvert í tísku um þessar mundir en falleg, harðgerð og skemmtileg planta sem gaman er að rækta. Rifblaðka henta vel bæði á heimilum, á skrifstofum og stofnannarými þar sem plássið er gott og plantan fær að njóta sín.
Rifblaðka er uppruni í Mið og Suður-Ameríka og til heyra hátt í fimmtíu tegundir ættkvíslinni og eru þær allar sígrænar. Flestar tegundirnar eru klifurplöntur og geta sumar þeirra náð 20 metra hæð en tegundin sem algengust er í ræktun hér verður sjaldnast meira en þrír metrar að hæð.
Plantan er aðallega ræktuð vegna blaðanna sem geta orðið stór og sem fá á sig göt og verða riffluð með aldrinum.
Rifblöðkur eru harðgerða og þola vel skugga en ekki beina sól og er kjörhiti þeirra 13 til 24°C. Alls ekki má ofvökva plöntuna og moldin má þorna á milli en gott er að úða kringum rifblöðkur reglulega.
Hefðbundin pottamold hentar plöntunni vel við umpottun og gott er að vökva hana með áburðarblöndu einu sinni í mánuði yfir sumartímann.
Myndar loftrætur sem ekki má fjarlægja og því fleiri loftrætur sem hún myndar því betur líður plöntunni. Úr loftrótunum eru ofin eru í kaðla og körfur.
Úr blöðun rifblöðku er soðið seyði gegn liðagikt og úr rótunum er unnið lyf geng snákabiti í Mið- og Suður-Ameríku. Auk þess sem aldin plöntunar er sagt æt og bragðast eins og blanda af banana og ananas.
- Vilmundur Hansen