Riddarastjarnan glæsilega
Riddarastjarnan glæsilega
Riddarastjarna eða amaryllis er glæsilega laukplanta og sómir sér vel um jólin þegar sterklegur og kjötmikill stöngullinn skartar stórum rauðum, hvítum, bleikum eða tvílitum blómum.
Gott er að vökna plöntuna reglulega og gefa áburð hálfs mánaðarlega á meðan hún er í blóma. Klippa skal blómstöngulinn af eftir blómgun og draga úr vöknun og hvíla plöntuna í þrjá mánuði á svölum stað eftir blómgun
Plantan er upprunni í Suður Ameríku en hefur dreifst þaðan sem pottaplanta á átjándu öld vegna þess hversu harðger og auðveld hún er í ræktun auk þess að vera blómviljug.
Áður en laukurinn er settur í mold er gott að láta neðri hluta hans standa í volgu vatni í nokkra klukkutíma þar sem slíkt hraða rótarmyndun. Amaryllis laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20°C.
Riddarastjörnu er einnig hægt að rækta í glervasa til jólanna.
Amaryllis er fjölær laukplanta og getur blómstrað tvisvar á ári sé hlúð vel að henni.
- Setjið hvern lauk í 15 sentímetra pott og látið um helming lauksins standa upp úr. Fyllið vel með pottamold milli rótanna án þess að þjappa henni of fast.
- Vökvið lítillega og varlega í fyrstu en aukið vökvunina eftir að fara að koma blöð og blómstöngull úr lauknum.
- Látið pottinn standa á björtum stað og gjarnan yfir miðstöðvarofni.
- Riddarastjörnur blómstra yfirleitt við stofuhita á fjörum til átta vikum eftir gróðursetningu.
- Vilmundur Hansen.