Hugsað til vors
Nýtt ár er gengið í garð og því upplagt að huga að því sem á að gera í garðinum á árinu. Fyrstu vikurnar er gott og gaman að halla sér aftur í uppáhalds stólnum sínum og grúska í frælistum eða skreppa í Blómaval og skoða fræ úrvalið. Næsta skref er að verða sér út um ílát til að sá í eða þrífa þau gömlu.
Fyrstu mánuðir ársins er góður tími til að yfirfara verkfærin, þrífa hrífur og skerpa skóflur og klippur.
Á þessum árstíma er tilvalið að klippa flestar tegundir trjáa og runna en bíða skal með rósir og gljávíði fram á vorið.
Sígrænar plöntur eru viðkvæmar fyrir vorsólinni og eiga blöð og barr það til að ofþorna, verða brún og falla af. Gott er því að vefja plönturnar með stiga eða akrýldúk til verja þær.
Munið að gefa smáfuglunum.
- Vilmundur Hansen