Angan af blóma
Blóm og blöð ýmissa plantna gefa af sér góðan ilm. Angan blómanna er ætlað er að laða til þeirra frjóbera og ilmurinn hverfur fljótt eftir að plantan hefur frjóvgast. Ilmur af blöðum kryddjurta er aftur á móti upphaflega varnarmáti plantanna til að bægja frá afætum.
Mörg og þá sérstaklega eldri rósayrki ilma vel. Dæmi um vellyktandi rós er ígulrós sem ber stór, einföld eða fyllt blóm.
Ilmreynir gefur af sér ilm sem hann ber nafn sitt af. Ekki eru allir sammála um að lyktin af blómunum sé góð en þar er smekksatriði.
Töfratré og sumar sýrenur eru trjákenndar plöntur sem ilma við blómgun á vorin. Blóm gullsóps gefa einnig af sér lykt sem sumum þykkir góð en öðrum ekki.
Skógartoppur, bergsóley og ilmertur er klifurjurt sem gefa af sér ilm og setja um leið sérstakan svip á garðinn.
Af fjölærum plöntum sem margir þekkja og ilma má nefna næturfjólu með ilmar mest á kvöldin og Friggjarlykill með sinn dísæta ilm. Liljur sem ræktaðar eru sem vorlaukar ilma flestar mikið en misjafnt hvað fólki finnst um þann ilminn.
Dæmi um ilmandi sumarblóm eru skrautnálar og ilmskúfur.
Blöð fjölda kryddjurta gefa af sér góða lykt. Mynda er ein af þeim og er hægt að fá hana með myntu-, súkkulaði, epla- eða appelsínulykt. Auk þess má nefna lafvendil, sítrónumelissu eða hjartafró, kórandar og blóðberg eða timjan.
Fáar plöntur gefa af sér lykt sem jafnast á við ilminn af salvíu og rósmarín að mati undirritaðs.
- Vilmundur Hansen.