Kransakökuuppskrift eftir Halldór Kr. Sigurðsson.

Kransakökudeig

  • 1150g Lubeca kransakökumassi.
  • 450g DDS Strásykur.
  • 1-2 eggjahvítur.

Glassúr

  • floursykur
  • eggjahvítur

Aðferð

Bagemarsipan og sykri er hrært vel saman og eggjahvítum síðan bætt útí.
Massin á að vera svolítið stífur.

Massanum er síðan skipt í sex 175-200g stykki sem eru svo rúllluð niður í u.þ.b. 50-60cm lengdir hvert stykki.
Svo er pressað ofan á lengjuna með hendinni þannig að rúllan verði u.þ.b. þríhyrnd á borðinu og er þá orðin c.a. 50-65 c.m. á lengd.

Efsti hringurinn á að vera 8 c.m. á lengd en eftir það er bætt við 3cm fyrir hvern hring og þannig koll af kolli og væri því næsti hringur þá t.d. 11 cm og síðan koll af kolli þannig að u.þ.b. 11-15 hringjum er náð.
Þegar búið er að móta alla hringina úr lengjunum er þeim raðað á bökunarplötu.
Að lokum er þrýst ofan á hringina með bökunarplötu eða með sléttu áhaldi þannig að hringirnir verði sléttir að ofan.
Hringirnir eru síðan bakaðir við u.þ.b.180c í blæstri í 8 -12 mín.
Platan er tekin út og hringirnir látnir kólna.
Hver hringur er síðan sprautaður með glassúr sem festir hringina saman og allra síðast er kakan skreytt með súkkulaðiskrauti.