Að bora í tré

Þegar við borum í tré notum við fyrst og fremst hefðbundna trébora. Spírallinn í þeim er grófari og opnari og flytur því spænina sem verða til við borunina auðveldar upp á yfirborðið. Spírallinn skiptir höfuðmáli því hann gerir það mögulegt að borinn gangi niður, en spænirnir eða sagið sem losnar við borunina gangi upp.

Mjór oddur sem tryggir að gatið lendi á tilætluðum stað

Venjulegur trébor er með þvermál frá 3 upp í 10 mm og er notaður til að bora fyrir skrúfum og boltum í tré. Tréborar eru með mjóum oddi, oftast skrúfulaga, sem dregur borinn niður í tréð og tryggir að gatið lendi á tilætluðum stað. 

Tréborar vinna best á hægari hraða og því stærri bor, því hægari hraði er betri.

Hvernig á að bora?

Borið þannig að sú hlið sem er meira áberandi sé sama hlið og þú byrjar að bora. Það er ávallt hætta á því að tré eða plast springi þegar borinn kemur í gegn.

Hægt er að draga úr hættu á þessu með því að þvinga trébút á bak við þar sem borinn kemur út.

Góð regla

Það er góð regla að hafa alltaf spýtukubb (eða afgangsfjöl) á bak við þegar verið er að bora, jafnvel þó hann sé ekki þvingaður við efnið.